Skilmálar
Afgreiðslufrestur
Allar vörur sem pantaðar eru í vefverslun Myrkvun.is eru afgreiddar samdægurs, eða næsta dag ef verslunin er lokuð þegar pantað er. Þegar afsláttardagar eiga sér stað getur afgreiðsla dregist í 1-2 daga.
Lagerstaða á vefnum
Myrkvun er ekki með lager af Blind Screen né Somfy brautum, þar sem um sérpöntun er að ræða fyrir hvern glugga.
Afhending
Vörur sem pantaðar eru í vefverslun Myrkvun.is er hægt að fá sendar með Póstinum, eða sækja þær í verslunina. Verslunin Myrkvun er á Smiðjuvegi 9. Opnunartími er auglýstur á Google og á vefsíðu Myrkvun.is Meðalafgreiðslutími er 4-6 vikur frá því að pöntun og greiðsla hefur verið staðfest.
ATH afhendingartími getur verið lengri vegna óviðráðanlegra ástæðna sem við koma millilanda flutningi
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður innanlands fer eftir hvaða sendingarmáti er valinn í kaupferlinu. Sendingarkostnaður innanlands er greiddur af viðtakanda. Gera þarf ráð fyrir að það taki 2-3 virka daga að afhenda sendingu.
Greiðslur og öryggi við pantanir – Dulkóðun
Hægt er að greiða pantanir með greiðslukorti. Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt. Allar viðkvæmar upplýsingar, kreditkortanúmer, sem gefnar eru upp við pöntun á vef Myrkvun.is eru dulkóðaðar áður en þær eru sendar til okkar greiðslumiðlunar til að tryggja að óviðkomandi aðilar geta ekki komist yfir upplýsingarnar. Myrkvun.is geymir engar upplýsingar um greiðslukort viðskiptavina sinna.
Pöntun er ekki afgreidd fyrr en staðfesting um greiðslu hefur borist.
Gjafabréf
Hægt er að versla gjafabréf í vefverslun Myrkvun.is sem virka bæði í verslun og í vefverslun. Þá er stuttur kóði sendur til þess sem verslar. Kóðann er svo hægt að afhenda á hvern þann máta sem þér hentar. Gjafabréf sem keypt eru með afslætti er ekki hægt að nota til að versla vörur sem eru með afslætti.
Gjafabréf gilda í fjögur ár frá útgáfudegi
Skilaréttur
Ekki er hægt að skila Blind screen, Somfy eða öðrum sérsniðnum vörum frá Myrkvun.is.
Hægt er að hætta við kaup innan tveggja daga frá kaupum.
Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt eftir að pöntun hefur átt sér stað.
Virðisaukaskattur
Öll verð eru uppgefin í íslenskum krónum með virðisaukaskatti.
Fyrirvari
Öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl eða prentvillur.
Öll verð á þessum vef geta breyst án fyrirvara. Við gerum okkar besta til að sýna réttar, uppfærðar upplýsingar, þá gæti komið fyrir að vara á vefnum er ekki með nýjustu upplýsingar. Ef það gerist að vara er sýnd með röngu verði, mynd, eða upplýsingum, þá getur Myrkvun neitað að afgreiða vöruna eða fellt pöntunina niður.
Ef rétt verð er lægra en auglýst verð, þá rukkum við lægra verðið.
Ef rétt verð er hærra en auglýst verð, þá látum við þig vita og bjóðum að hætta við pöntunina, eða versla vöruna á réttu verði.
Skilmálarnir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda.